Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 370 . mál.


Ed.

725. Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum.

Frá meiri hl. sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað ítarlega um frumvarpið. Til fundar við nefndina komu Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Jón B. Jónasson og Kristján Skarphéðinsson frá sjávarútvegsráðuneytinu, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, Hólmgeir Jónsson og Guðmundur Hallvarðsson frá Sjómannasambandi Íslands, Benedikt Valsson og Helgi Laxdal frá Farmanna- og fiskimannasambandinu, Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, Sæmundur Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenskra sjávarafurða hf., Friðrik Pálsson, forstjóri SH, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Jón Ólafsson frá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda, Guðmundur Kristjánsson, formaður Félags útgerðarmanna á Snæfellsnesi, Sturla Böðvarsson, formaður Hafnasambands sveitarfélaga, Sverrir Hermannsson bankastjóri, Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, Þorsteinn Gíslason og Jón Reynir Magnússon frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Margir þeirra sem komu til viðræðna við nefndina lögðu fram skrifleg gögn en auk þess bárust umsagnir frá bæjarstjórnum Eskifjarðar, Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar og hreppsnefndum Þórshafnar - og Raufarhafnarhrepps.
    Fjölmargir fyrrgreindra aðila hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið enda þótt ljóst sé að með þeim aðgerðum, sem lagðar eru til, verður ekki allur vandi vegna aflabrests í loðnuveiðum leystur. Nefndin náði ekki samkomulagi um afgreiðslu frumvarpsins og skilar minni hl. hennar séráliti.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem eru eingöngu til leiðréttingar. Er gerð tillaga um þær á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 25. febr. 1991.



Stefán Guðmundsson,


form., frsm.

Halldór Blöndal.

Jóhann Einvarðsson.


Guðmundur H. Garðarsson.